Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 09:00

WGC: GMac enn í forystu í hálfleik í Kína – Hápunktar 2. dags á HSBC Championship

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell (GMac) er enn í forystu á WGC-HSBC Champions eftir annan frábæran hring fyrr í dag upp á 5 undir pari, 67 högg.

Samtals er GMac því búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (67 67).

Í 2. sæti er komin Ryder Cup stjarnan Ian Poulter, er samtals búinn að spila á 7 undir pari 137 höggum (79 67).

Þriðja sætinu deila japanskur kylfingur Hiroshi Iwata og Masters meistarinn í ár Bubba Watson, báðir á samtals 6 undir pari, hvor og í 5. sæti er hópur 4 kylfinga þ.á.m. Rickie Fowler.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag  WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á  WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: