Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 18:36

Evróputúrinn: GMac leiðir á WGC-HSBC Champions í Kína – Hápunktar 1. dags

Í dag hófst WGC-HSBC Champions mótið í Sheshan, Kína.

Eftir 1. dag er það Norður-Írinn Graeme McDowell (GMac), sem leiðir á 5 undir pari, 67 höggum.

Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir, þ.e. á 3 undir pari, 69 höggum eru 6 kylfingar þ.á.m. Rickie Fowler og Martin Kaymer.

Annar hópur 11 kylfinga deilir síðan 8. sætinu á 2 undir pari, þ.á.m. Jordan Spieth, Lee Westwood og Henrik Stenson.

Til þess að sjá stöðuna á WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: