Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 12:00

PGA: Patrick Reed á von á sekt fyrir að blóta

Ryder Cup stjarnan Patrick Reed á von á hárri sekt frá PGA Tour vegna óviðurkvæmilegra brigslyrða sem honum fóru um munn í dag, á fyrsta degi WGC-HSBC Champions í Shanghai, Kína.

Meðan spilafélagi Reed, Graeme McDowell (GMac), er í forystu eftir 1. dag á mótinu eftir að átt glæsilegan hring upp á 5 undir pari 67 högg Sheshan International  – þrátt fyrir að missa tvö högg á síðustu 6 holunum,  þá var það Reed sem dró að sér athygli allra.

Hann lauk hring sínuma aðeins 4 höggum á eftir GMacá 1 undir pari, 71 höggi.

Það sem dró athyglina að honum var að hann blótaði og það náðist í sjónvarpsupptöku.

Þar heyrðist greinilega að Reed sagði eins og við sjálfan sig:

Nice f****** three-putt you f****** f****t,“ eftir skolla á 1. holu, sem var 10. hola Reed og GMac í dag (Lausleg þýðing: „Fallegt f…… þrípútt helv…. hom…. þinn“

Reed ekki bara blótaði heldur notaði orð sem túlka má sem hrakyrði í garð homma.  Sjónvarpsþulir voru fljótir að biðja áhorfendur sína afsökunar á ljótu orðbragði Reed.

Talsmaður PGA Tour sagði síðar: „Reglur PGA Tour um óviðurkvæmilega hegðun banna notkun dónalegs orðbragðs á golfvelli.  PGA Tour mun fást við málið innan sinna raða og í samræmi við reglur sínar.“

Búist er við að Reed hljóti háa sekt fyrir að blóta, en PGA Tour hefir sem reglu að gefa aldrei upp fjárhæðir sekta eða önnur viðurlög sín gegn brotum kylfinga sem spila á PGA mótaröðinni.