Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 22:44

Ólafía Þórunn: „Mamma sagði sögur meðan á keppni stóð“

Líkt og flestir golfáhugamenn vita er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komin áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour – skammst. LET), en lokaúrtökumótið fer fram í desember n.k.

Í skemmtilegu viðtali við RÚV sagði Ólafía Þórunn frá keppninni í Marokkó, en henni til halds og trausts var móðir hennar Elísabet M. Erlendsdóttir.

Sjá má viðtal RÚV við Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR: 

Frá viðtalinu segir á nýrri facebook síðu Ólafíu Þórunnar, sem hún tók í notkun í dag.

Nú er um að gera að setja LIKE á nýju facebook síðu Íslandsmeistarans okkar í höggleik en komast má á síðuna hennar Ólafíu með því að SMELLA HÉR: