Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 20:00

Sergio Garcia: „Ef ekki atvinnukylfingur þá hefði ég orðið….“

Nú í vikunni fer fram WGC – HSBC Champions á Evrópumótaröðinni og það í Sheshan, Kína, en mótið fagnar 10 ára afmæli sínu í ár.

Og í ár hafa skipuleggjendur lagt mikið upp úr því að fá eldgamlar myndir af stórstjörnunum, sem þátt taka í mótunum og prýða þær myndir auglýsingar fyrir mótið.

Þ.á.m. eru myndir af 14 ára ungum Sergio Garcia og ekki mikið eldri Justin Rose.

Ungur Justin Rose

Ungur Justin Rose

„Það var virkilega fyndið að sjá sjálfan mig í bol spænska golflandsliðsins frá því ég var að öllum líkindum 14 eða 15,“ sagði Garcia.

„Þannig að þetta færir manni aftur gamlar minningar. Mér finnst þetta skemmtilegt af HSBC. Vitið þið, það er fyndið og áhugavert að sjá þessar myndir.“

Garcia var líka í sama viðtali spurður að því hvað hann myndi hafa orðið ef hann hefði ekki orðið atvinnukylfingur.

„Ég myndi gjarnan hafa viljað starfa við aðrar íþróttagreinar og ef ekki það þá hefir mér alltaf líkað við dýr þannig að kannski hefði ég orðið dýralæknir eða eitthvað í þá áttina. Ég hefði þó þurft að læra til þess að verða það,“ svaraði hlægjandi Sergio Garcia.

„Þannig annaðhvort knattspyrnumaður eða ég hefði farið í tennisinn.“ sagði Garcia loks.