Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 17:30

Evróputúrinn: Kylfingar mega ekki veðja á sjálfa sig en Siem og Levy veðjuðu engu að síður….

Árið 2011 kom Evróputúrinn fram með eftirfarandi reglu sem hér er aðeins að hluta reifuð:

„ …..  leikmanni eða kylfusveini er bannað að veðja á sérhvert það golfmót sem þeir taka þátt í.“

Þetta á greinilega bara við um veðbanka, en tekur ekki til persónulegra veðmála kylfinga á milli.  Þ.e. kylfingar á Evrópumótaröðinni mega ekki fara í veðbanka og veðja á sjálfa sig, þ.e. veðja á að þeir sigri í mótinu.

Í síðustu viku á BMW Masters veðjuðu Marcel Siem (sem vann mótið) og Frakkinn Alexander Levy (sem tapaði fyrir Siem í bráðabana) sín á milli um 200 evrur á hverjum hring.  Sá sem ynni hringinn fengi 200 evrur úr hendi hins.

Þeir töluðu jafnvel opinberlega um veðmálið eftir hringinn!

„Ég held ég hafi valið rangan andstæðing,“ sagði Siem.  „Það er klikkað að þegar maður er 17 undir pari (eftir 3. hring) og samt tapar maður öllum hringjunum á móti honum – í gær (á laugradeginum, fyrir lokahringinn) hélt ég jöfnu við hann.  Hann er frábær náungi og er að spila ótrúlegt golf í augknablikinu. Erfitt að sigra hann en ég reyni mitt besta á morgun (þ.e. s.l. sunnudag). Sjáum til.“

Og viti menn Siem vann mótið …að vísu í bráðabana þegar Siem fékk fugl á par-4 18. holuna á Lake Malaren – en Siem var þar áður búinn að vinna upp 5 högga mun sem var á þeim köppum fyrir lokahringinn þ.e. hann spilaði á 73 höggum með Levy virðist hafa farið á taugum og spilaði á 78!  Allt jafnt og það varð því að koma til bráðabanans, sem Siem vann.

Spurning hvernig Evrópumótaröðin líti á það að menn séu að veðja svona sín á milli þegar opinber stefna mótaraðarinnar er að kylfingar eigi ekki að veðja (á sig)? Hins vegar erfitt að aðhafast nokkuð á móti því!

Sjá má lokastöðuna á BMW Masters á Lake Malaren í Kína með því að SMELLA HÉR: