Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 13:00

Champions Tour: Pernice sigraði á Charles Schwab Cup – Hápunktar 4. dags

Bandaríski kylfingurinn Tom Pernice Jr.  sigraði í Charles Schwab Cup, sem fram fór í Desert Mountain Club (Cochise) í Scottsdale, Arizona, dagana 30. október – 2. nóvember 2014.

Pernice lék á samtals 11 undir pari, 269 höggum líkt og Jay Haas og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.  Allt var í stáli fyrstu 3 holur bráðabanans, en á 4 holu sigraði Pernice með fugli meðan Haas tapaði á parinu!

Pernice átti hringi upp á 65 67 70 67 og vann síðan á 4. holu bráðabanans, en fyrst var par-5 18. holan spiluð tvívegis og síðan par-3 17. holan og svo loks aftur par-5 18. holan þar sem Pernice hafði sigur.

Í 3. sæti varð Kenny Perry og 4. sætinu deildu evrópsku kapparnir Colin Montgomerie og Bernhard Langer. 

Sjá má stöðuna á Charles Schwab Cup með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. og lokahrings Charles Schwab Cup með því að SMELLA HÉR: