Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Ryan Moore? (1/3)

Bandaríski kylfingurinn Ryan Moore sigraði í dag á CIMB Classic mótinu í Malasíu.

Hver er þessi kylfingur eiginlega?  Hér fer fyrsta grein af 3 til kynningar á Moore:

Ryan David Moore fæddist 5. desember 1982 í Tacoma, Washington og er því 32 ára. Hann átti mjög farsælan áhugamannsferil. Mestallt árið 2009 var hann hvorki með útbúnaðar- eða fatastyrktaraðila.  Í nóvember 2009 þ.e. fyrir 5 árum varð Moore hins vegar hluthafi í golfútbúnaðarfyrirtækinu Scratch Golf og spilaði með kylfum þeirra og bar merki fyrirtækisins. Árið 2010 kynnti Moore hins vegar um samninga sína við fyrirtækið Adams Golf og seldi hluta sinn í  Scratch Golf. Þremur árum síðar þ.e. 2013 var Moore kominn á samning hjá TaylorMade.

Moore ólst upp í Puyallup og útskrifaðist frá  Cascade Christian High School, sem er lítill Class 1A skóli sem var ekki með golflið. Moore var hins vegar afburðarííþróttamaður  í  Puyallup High School, og hlaut viurkenningar þar öll 4 árin sem hann var þar (1998–2001). Moore varð í 2. sæti í  U.S. Junior Championship í golfi árið 2000, og varð ríkismeistari í höggleik árið  2001 og hafði þar betur gegn Andres Gonzales, sem síðar varð liðsfélagi hans í bandaríska háskólagolfinu, en báðir voru í  UNLV og síðan Capital High School of Olympia.

Moore fékk golfskólastyrk í  UNLV, þar sem hann spilaði í 4 ár með the Rebels skólaliðinu og útskrifaðist árið 2005 með gráðu í samskiptum og almenningstengslum (ens. communications and public relations.) Á lokaári sínu í háskóla vann hann fjölmarga titla m.a. á  U.S. Amateur, the Western Amateur, the U.S. Amateur Public Links (sigraði einnig aftur árið 2002) og the NCAA individual championship.