Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 15:00

LET: Röng frétt leiðrétt á Golf 1: Ólafía Þórunn komst áfram á lokaúrtökumótið!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR komst áfram á lokaúrtökumótið í Lalla Aicha Tour School, eftir að hafa lokið keppni í 26. sæti í undanúrtökumótinu á bláa velli Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, Marokkó.

Röng frétt birtist á Golf 1 í gær um að 1 höggi hefði munað að Ólafía Þórunn hefði komist í gegn í lokaúrtökumótið en 29 af 51 keppendum í A hóp komust áfram á lokaúrtökumótið.

Þá var búið að spila 3 hringi – en úrtökumótin á LET eru að sjálfsögðu 4 hringja og síðan spila þær sem áfram komast á lokaúrtökumótinu 17.-20. desember n.k.

Einnig er um C hóp að ræða sem keppir í Asíu 5.-8. nóvember n.k. og svo spilar B hópurinn 8.-11. desember og meðal þátttakenda þar er annar íslenskur kylfingur Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. U.þ.b. efstu 30 úr B og C undanúrtökumótunum fá að spila á lokaúrtökumótinu sjálfu.

Ólafía Þórunn lék á samtals 19 yfir pari, 307 höggum (74 78 80 75) og lauk keppni í A-hóp í 26. sæti og er því KOMIN ÁFRAM!!!  Glæsilegt hjá Ólafíu Þórunni!!!

Sjá má úrslitin í 2015 Lalla Aicha Tour School Pre-Qualifying A með því að SMELLA HÉR: