Frægir kylfingar: Michael Jordan segir Obama lélegan kylfing – Myndskeið
Í viðtali við kunningja sinn Ahmad Rashad, á Back9Network, var stjörnukörfuboltastjarnan Michael Jordan spurð að því hvert væri draumahollið.
Þetta er svona frekar „standard“ viðtalsspurning, sem flestir kylfingar, sem teknir eru í viðtal eru látnir svara alls staðar í heimsgolfpressunni.
Og svar Jordan var svona frekar „standard“ til að byrja með: „Arnold Palmer„. Nú, hann var líka ansi fljótur að grínast með að hann myndi ekki spila við Rashad.
En síðan verður hreinskilnin kannski heldur mikil fyrir smekk sumra.
Jordan velur Barack Obama, Bandaríkjaforseta næst í draumaholl sitt, þar sem hann hafi aldrei spilað við forsetann.
Síðan dregur hann það til baka – kallar forsetann „hack“ (á íslensku golfmáli „sá sem heggur í viðinn“ þ.e. slær þung högg) og „það myndi fara allur dagurinn í að spila við hann.“
Rashad spyr hvort hann vilji virkilega láta við þetta sitja og Jordan svarar: „Ég sagði aldrei að hann væri ekki frábær forseti. Ég er bara að segja að hann sé lélegur kylfingur.“
Sjá má myndskeiðið þar sem Jordan segir Bandaríkjaforseta lélegan (á ensku „shitty“ kylfing með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
