Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 12:00

GR: Brynjar Eldon hættir sem íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur

Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi frétt:

„Brynjar Eldon Geirsson íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur hefur sagt upp starfi sínu og mun láta af störfum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur 31.janúar 2015.

Brynjar hóf störf hjá klúbbnum 1. janúar 2007 og er óhætt að segja að með tilkomu hans hafi afreks- og íþróttastarf GR tekið stakkaskiptum.

Hefur metnaður, skipulagning og drifkraftur Brynjars haft mikil áhrif, bæði hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og  í íslensku golfi.
  
Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar Brynjari Eldon fyrir frábært samstarf  á undanförnum árum og  óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.“