Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Colsaerts leiðir á BMW Masters – Hápunktar 2. dags

Það er belgíski kylfingurinn og sleggjan Nicolas Colsaerts, sem kominn er í forystu eftir 2. dag BMW Masters, sem fram fer á Lake Malaeren í Kína.

Colsaerts er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 130 höggum (66 64).

Í 2. sæti, fast á hæla Colsaerts er forystumaður gærdagsins, Fransmaðurinn Alexander Levy á 7 undir pari, 131 höggi (65 66).

Til þess að sjá stöðuna á BMW Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: