Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 08:00

LPGA: Inbee Park í forystu e. 2. dag í Taíwan

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park leiðir eftir 2. dag á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fer í Miramar G&CC í Tapei,  Taíwan.

Inbee er búin að spila á samtals 18 undir pari, 126 höggum og hefir átt glæsihringi upp á 64 og 62! Annar hringurinn var sérlega glæsilegur og var Inbee nálægt því oft að komast í færi við að ná töfratölu allra kylfinga þ.e. brjóta 60!  Á hring sínum upp á 62 högg fékk Inbee 1 örn, 9 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti eru landa Inbee, Mirim Lee og Shanshan Feng frá Kína, báðar 3 höggum á eftir Inbee, á 15 undir pari pari, hvor

Þrjár góðar deila síðan 4. sætinu: Line Vedel frá Danmörku, hin spænska Azahara Muñoz og undraunglingurinn Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi; allar á 10 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag  Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: