Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 11:50

Evróputúrinn: Frakkar í forystu í Shanghai – Hápunktar 1. dags á BMW Masters

Það er Frakkinn Alexander Levy, sem er í efsta sæti eftir 1. dag á BMW Masters sem fram fer í Lake Malaren í Shanghai, Kína.

Levy lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.

Í 2. sæti er landi Levi, Romain Wattel 1 höggi á eftir en Wattel deilir 2. sætinu með Emiliano Grillo frá Argentínu og belgísku sleggjunni Nicolas Colsaerts – allir á 6 undir pari, 66 höggum.

Einn í 5. sæti er síðan GMac (Graeme McDowell) á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: