Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 13:00

7 geggjuðustu staðreyndirnar um Tiger

Kyle Porter hjá CBS Sports hefir tekið saman 7 geggjuðustu staðreyndirnar um Tiger Woods að hans mati í tölum.

Þær eru eftirfarandi:

1. 26.1 – Það er prósentutala móta sem Tiger hefir sigrað á PGA Tour.  Hann hefir spilað í 302 mótum og sigrað í 79!!!  En jafnvel enn geggjaðra eru 21.2% risamóta sem hann hefir sigrað í frá því hann byrjaði að spila í þeim, eða sigur í 14 af 66 risamótum sem hann hefir tekið þátt í!!!

2.  11 — Það er fjöldi þeirra móta sem Tiger hefir ekki komist í gegnum niðurskurð af þeim 302 PGA Tour mótum, sem hann hefir spilað í .  Til samanburðar mætti geta að Phil Mickelson, sem oft er talinn  2. besti kylfingur af kynslóð Tigers,  hefir ekki komist í gegnum niðurskurð 70 sinnum á PGA Tour mótum.

3. 683 — Þetta er fjöldi þeirra vikna sem Tiger hefir verið nr. 1 á heimslistanum.  Hann er í 1., 2. 6. og 11. sæti yfir þá sem setið hafa lengst í 1. sæti.  Hann hefir tvívegis verið nr. 1 samfellt í yfir 263 vikur í röð.  Enginn kylfingur þ.e.a.s. ENGINN kylfingur hefir einu sinni verið nálægt því að sitja 100 vikur í 1. sæti heimslistans samfellt.

4. 21 — Förum aftur til ársins 2006 – eins besta árs á ferli Tiger.  Það ár vann hann 6 mót í röð og  braut 70 í 21 skipti af 24 hringjum sem hann spilaði.  Ótrúlegur!!!

Lítið á þetta:

 

5. 19.4 — Þann 20. maí 2001, átti Tiger 19.4 stig á Mickelson sem var í 2. sæti heimslistans. Til þess að setja þetta í eitthvert samhengi þá hefir nr. 1 á heimslistanum í dag, Rory McIlroy, aldrei haft meiri en 11.6 stiga forystu.

6.   4 — Oft er litið framhjá þeirri staðreynd að Tiger hefir aðeins 4 sinnum lokið leik á Masters risamótinu, þannig að hann hafi ekki verið meðal efstu 10 Hann hefir aðeins 4 sinnum ekki verið meðal topp-10 á Masters og aðeins 6 sinnum lokið leik án þess að vera meðal efstu 5.  Þetta er ótrúleg staðreynd!!!!  Jafnvel þó Tiger spilaði í engu öðru móti en Masters risamótinu, myndi hann samt aðeins á þeim árangri sínum fyrir löngu hafa komist inn í frægðarhöll kylfinga.

7.  14 — Þetta er tölulega staðreyndin sem flestir golfáhugamenn kannast við þegar kemur að Tiger.  Jafnvel þó hann muni e.t.v. aldrei slá risamótsmet Jack Nicklaus um sigur í 18 risamótum, þá er engu að síður mikið afrek að hafa sigrað í 14 risamótum á ferlinum.