Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GR 2013. Mynd: UNCG
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG luku leik í S-Karólínu

Berglind Björnsdóttir, GR, og golflið UNCG tóku þátt í Palmetto Intercollegiate mótinu, á Turtle Point golfvellinum, Kiawah Island í Suður-Karólínu, dagana 26.-28. október og lauk mótinu í gær.

Þátttakendur voru 104 frá 20 háskólum.

Berglind lék á samtals 22 yfir pari  (81 78 79) og T-75 í einstaklingskeppninni.

Berglind var á 2. besta heildarskori í liði UNCG, sem varð í 19. sæti í liðakeppninni og taldi skor Berglindar því.

Til þess að sjá lokastöðuna á Palmetto mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Þetta er síðasta mót Berglindar fyrir jól, en næsta mót hjá henni í bandaríska háskólagolfinu verður ekki fyrr en 7. febrúar 2015 í Georgíu