Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í Royal Oaks í 11. sæti

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota luku í gær leik á Royal Oaks Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Royal Oaks CC, í Dallas, Texas.

Þetta var síðasta mótið á haustönn hjá Rúnari. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum.

Rúnar lék á samtals 225 höggum (72 76 77) og hafnaði í 40. sæti í einstaklingskeppninni.

Rúnar var á 2. besta heildarskori Minnesota og taldi skor hans því í  11. sætis árangri Minnesota í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Royal Oaks Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: