Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 07:30

Frægir kylfingar: Keegan Bradley montar af því að vinna Michael Jordan í golfi

Körfuboltastjarnan Michael Jordan telst til frægu kylfinganna.

Keegan Bradley er ein PGA Tour stjarnan, sem reglulega spilar golf við Michael Jordan (MJ) í Bears Club í Flórída.

Nú það eitt sér er ágætt, hins vegar ekki að Bradley fór á Twitter og montaði sig af því að hann sigraði Jordan oftast.

MJ var fljótur að svara fyrir sig, en hann tvítaði tilbaka:

„Í síðasta sinn sem ég ég sá til varstu í skónum MÍNUM. Þú sérð mig ekkert í Air Keegan (skóm)!“ Góðlátt grín milli félaganna en….

MJ kann að svara fyrir sig og fannst mörgum miðlum vestra hann hafa haft betur í rimmu þeirra félaga að þessu sinni.

Sjá t.d. með því að SMELLA HÉR: