Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2014 | 09:00

Bishop tjáir sig um uppsögn sína – Hvað má læra af Bishop-málinu?

Ted Bishop fv. forseta PGA of America grunaði aldrei hvaða áhrif 8 stafir myndu hafa þegar hann tvítaði að Ian Poulter væri „lil girl“

Og hann grunaði alls ekki að þau myndu vekja jafnhörð viðbrögð hvað þá kosta hann forsetastöðu hans, sérstaklega þegar hann átti bara eftir að gegna henni í 1 mánuð.

Hann sagði að sér hefði fyrst orðið meðvitað hversu röng skilaboðin voru þegar hann settist að kvöldverði á  The Greenbrier í Vestur-Virginíu og þá eyddi hann  Twitter skilaboðum sínum og síðan einnig álíka ávirðingum  á Poulter, sem hann birti á facebook, þar sem hann sagði Poulter vera vælandi litla skólastelpu.

Framkvæmdastjóri samskipta á PGA of America, Julius Mason, hringdi síðan í Bishop að sögn hans og fór fram á að hann útskýrði tóninn í skilaboðum hans á félagsmiðlunum.

Mason á skv. Bishop hafa sagt að PGA teldi það ekki góða hugmynd að Bishop útskýrði mál sitt í sjónvarpsviðtali, en þess í stað ætlaði PGA of America að senda frá sér fréttatilkynningu í hans nafni.   Það sem lá undir þessu var líklega að fólkið í höfuðstöðvum PGA var að reyna að forða því að forseti þeirra félli enn meira í ónáð við eitthvað sem hann kynni að segja sér til varnar í beinni.

Fréttatilkynningin sagði Bishop var síðan stutt og með engri afsökun. Bishop sagðist hafa vilja biðjast afsökunar í lengra máli en sagðist hafa vafist tunga um tönn þegar hann reyndi að skýra seinaganginn á afsökunarbeiðninni við AP.  Afsökunin? Hann vildi halda sig við það sem fram kom í upphaflegu yfirlýsingu PGA of America.

Það var síðan upphafið á endinum, eins og Bishop sagði síðan í viðtali við Jaime Diaz.  Hann (Bishop) sagðist hafa gert sér grein fyrir að PGA of America hefði snúið baki sínu við honum, a.m.k. að hans áliti. Það sem hófst sem hálfvolg tilraun að bjarga reisn forsetans snerist í hraðlest til að keyra yfir hann, jarða hann.  Og það skv. Bishop, gerðist á 6 tímum.

Bishop var boðaður á fund. Þar voru ávirðingarnar bornar upp á hann og tilkynnt um að hann yrði að segja af sér, a.m.k. var lagt hart að honum. Bishop sagðist hafa neitað því og reynt að verja sig.  Það var til einskis. Stjórnarnefnd PGA of America greiddi einhljóða atkvæði um það að reka Bishop og setja Derek Sprague, sem þá var varaforseti í stöðu hans – mann sem hvort eð er hefði tekið við stöðu hans mánuði síðar.

Bishop segist enn sjokkeraður hversu fljótt allt gekk fyrir sig.

„Treystið mér, ég misnotaði stöðu mína. Ég veit að ég gerði gríðarleg mistök,“ sagði Bishop við Golf World (skammst. GW). „Ég er sá fyrsti til að viðurkenna það. Ég lét persónulegar tilfinningar mínar vegna tveggja náunga hlaupa í gönur með mig og orðaval mitt voru mistök þegar ég var að reyna að tjá pirring minn.“

Það er mjög líklegt að Bishop hefði aldrei verið settur í þessa stöðu ef bandaríska Ryder Cup liðið hefði sigrað í Gleneagles en það var Bishop sem öðrum fremur stóð fyrir að Tom Watson yrði valinn fyrirliði.  Bishop, líkt og Watson hefðu ekki þurft að þola gagnrýni Mickelson og annarra ónafnrgreindra.

Bishop sagði m.a. við GW: „Eitt af því sem virkilega pirraði mig eftir Ryder bikars keppnina var að eitthvað af fólki í samtökum okkar kvartaði yfir að það hefði ekkert haft að segja í í vali á fyrirliða Ryder bikarsins og að „Ted Biship hefði komið okkur í þessa stöðu og að það yrði að fjarlægjast hann þess vegna,“ sagði Bishop í viðtalinu.

Hvað er það rétta í málinu?

Við verðum að halda okkur við staðreyndir:

1. Það var rangt af Ted Bishop í stöðu sinni sem forseta PGA að koma fram og gera lítið úr Ian Poulter, einni aðalstjörnu evrópska Ryder bikars sigurliðsins með því að kalla hann „litla stelpu.“

2. Orðaval Bishop var óheppilegt, því á sama tíma og hann reynir að gera lítið úr Poulter með orðunum „lítil stelpa“ er hann meðvitað/ómeðvitað, að gera lítð úr helmingi mannkyns; stelpum, stúlkum og konum.

3. Ofangreint hefir Bishop ítrekað sagt að hann geri sér nú grein fyrir, hann sjái eftir og hefir beðist fyrirgefningar á.

4. Ted Bishop var rekinn af félögum sínum í PGA of America.

5. Þarf virkilega „task force“ til þess að sjá hvað er að í Ryder bikars liði Bandaríkjanna?  Það sést bersýnilega á hvernig komið er fram við mann í æðstu stöðu PGA of America – það er of mikið einstaklingspot/valdabarátta – það vantar samstöðu – karlinn átti bara eftir að gegna stöðunni í 1 mánuð – Var ekki hægt að velja meðalhófið – Setja fram afsökunarbeiðni í nafni forsetans og PGA of America og bíða 1 mánuð?

Var virkilega bara verið að refsa Bishop fyrir tap liðs Bandaríkjanna, eins og hann virðist vera gefa í skyn þ.e. að það þurfi að finna sökudólg, blóraböggul á tapinu – það var jú hann öðru fremur sem valdi Tom Watson sem fyrirliða Bandaríkjanna?

Nú er sú, sem þetta ritar að skrifa án þess að þekkja til Bishop – Kannski er hann forsnobbaður, þröngsýnn, gamaldags karlkurfur eins og sést á hversu tamt honum er að nota allt að því hugsunarlaust kynbundin skammaryrði til að gera lítið frábærum kylfingi – maður sem á að standa vörð um allt sem við kemur golfi.

Hann var í of hárri stöðu til þess að láta leiðast út í dægurþras og persónulegar ávirðingar út af einhverju sem eftir allt saman er ekkert nema leikur ….. leikur sem þó er milljóna dala virði og verður þar með andlag í valdabaráttu og framapoti manna.

Það er slæmt þegar eitthvað jafn klárlega og óumdeilanlega jákvætt eins og golfið er snúið í eitthvað neikvætt og ljótt, en það má alltaf læra á því sem úrskeiðis fer og lærdómurinn er m.a. eftirfarandi:

1. Menn eiga og mega ekki að misnota háar stöður sínar til að gera lítið úr öðrum – hvað þá básúna persónulegum skoðunum sínum í fjölmiðla – Þetta á við um alla sem gegna háum stöðum. Noblesse oblige!

2. Ætlast er til að menn í æðstu stöðum gæti jafnræðis – en geri ekki lítið úr konum eins og Bishop gerði í þessu tilviki – eða noti konur og það sem kvenkyns er sem eitthvað neikvætt til að skamma aðra með – það gerist í dægurþrasi meðal pörupilta sem hleypa vilja mönnum og málefnum upp, en á ekki heima meðal heiðursmanna og hvað þá hjá einum æðsta yfirmanni golfíþróttarinnar.

3. Ljóst er að menn eru tapsárir eftir Ryder bikarinn og vilja taka til í sínum röðum – Í allri umræðu, hvað þá athöfnum verður þó að gæta ákveðins meðalhófs.