Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2014 | 00:25

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már í 21. sæti á Vero Beach e. fyrri dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG, og golflið McNeese taka þátt í Quail Valley Intercollegiate á Vero Beach, Flórída.

Mótið fer fram dagana 27. -28. október 2014 og þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum.

Ragnar Már lék fyrri daginn á samtals 143 höggum (70 73) og er í 21. sæti, sem hann deilir með 3 öðrum.

Ragnar Már er á 3. besta skorinu í liði McNeese, sem er í 2. sætinu í liðakeppninni.

Til þess að fylgjast með Ragnari Má og stöðunni á Quail Valley Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: