Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 22:00

Alexander Aron í 27. sæti á HM í SpeedGolf

Alexander Aron Gylfason, GR, varð í 27. sæti á heimsmótinu í SpeedGolf, sem fram fór í Bandon Dunes Golf Resort í Oregon, Bandaríkjunum.

Heimsmeistari í SpeedGolf er Eri Crum frá Boise, Idaho en hann lék  á 4 yfir pari, 76 höggum á 46 mínútum og 1 sekúndu.

Vegna veðurs var mótið stytt í 18 holur.

Alexander Aron lék á 10 yfir pari, 82 höggum á 55;07 mínútum og hlaut 137.07 stig.

Sjá má link inn á úrslitin  frá Bandon Dunes, en í frétt þar kemur m.a. fram að heimsmeistarinn í SpeedGolfi sé fyrrum skólafélagi Tiger Woods úr Stanford – SMELLIÐ HÉR: