Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 02:00

PGA: Streb sigraði á McGladrey mótinu – Hápunktar 4. dags

Robert Streb sigraði í McGladrey mótinu nú fyrr í kvöld,  en sigurinn er sá fyrsti sem hann vinnur á PGA Tour.

Eftir hefðbundið 72 holu spil voru þeir Will MacKenzie, Brendon de Jonge og Robert Streb  efstir og jafnir en allir voru þá búnir að spila Seaside völlinn á samtals 14 undir pari, 266 höggum; MacKenzie (65 68 65 68); de Jonge (68 64 69 65) og Streb (69 66 68 63).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var fyrst par-4 18. holan spiluð aftur.  Þar datt deJonge út en hann fékk skolla, lék holuna á 5 höggum.  Önnur holan sem spiluð var, var par-3 17. holan. Þar fékk Streb fugl og sigraði.

Til þess að sjá stöðuna eftir 4. dag McGladrey Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á 4. degi mótsins SMELLIÐ HÉR: