Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í Las Vegas í dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State hefja leik í dag á Las Vegas Collegiate Showdown í Las Vegas, Kaliforníu í dag.

Mótið stendur dagana 26.-28. október og þátttakendur eru 96 frá 19 háskólum.

Gestgjafi er UNLV  (stendur fyrir University of Las Vegas).

Til þess að fylgjast með Guðrúnu Brá og félögum í Fresno SMELLIÐ HÉR: 

Þetta er síðasta mót Guðrúnar Brá á haustönn, en næsta mót hjá henni og Fresno State er The Gold Rush á Long Beach Kaliforníu á næsta ári 2015.