Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og félagar við keppni í S-Karólínu

Sunna Víðisdóttir, GR og félagar í golfliði Elon eru sem stendur við keppni á Turtle Point golfvellinum, á Palmetto Intercollegiate mótinu á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Mótið stendur dagana 26.-28. október og þátttakendur eru 104 frá 20 háskólum.

1. hringur er þegar hafinn.

Til þess að fylgjast með gengi Sunnu og Elon á Palmetto mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Þetta er síðasta mót Sunnu fyrir jól, en næstu mót hjá henni í bandaríska háskólagolfinu verða ekki fyrr en á vorönn 2015.