Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 08:00

PGA: Svoboda og MacKenzie leiða á McGladrey mótinu – Hápunktar 3. dags

Það eru Bandaríkjamennirnir Andrew Svoboda og MacKenzie, sem leiða á McGladrey mótinu, í Sea Island í Georgíu.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 12 undir pari, 194 höggum; Svoboda (66 66 66) og MacKenzie (65 68 65).

Forystumaður gærdagsins, Russell Henley, er aðeins 1 höggi á eftir á samtals 11 undir pari og er einn í 3. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á McGladrey mótinu eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á McGladrey mótinu SMELLIÐ HÉR: