Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 15:00

Bishop biður Poulter afsökunar

Ted Bishop, fv. forseti PGA of America hefir beðist afsökunar á að hafa kalla Ian Poulter „litla stelpu.“

Bishop var látinn taka pokann sinn eftir að hann birti ummælin á Twitter og facebook, en hann átti aðeins eftir að gegna starfi í 1 mánuð.

Hann tók ummæli sín út af Twitter og facebook, en það kom fyrir ekki hann var engu að síður rekinn.

Afsökunarbeiðni Bishop er eftirfarandi:

„Ég vil biðja Ian Poulter afsökunar og alla sem móðgast hafa við ummæli mín á félagsmiðlunum sem birtust 23. október 2014,# sagði hann í fréttatilkynningu.

„Sérstaklega sé ég mikið eftir að athugasemdir mínar hafi innihaldið orðin „lítil stelpa“ vegna þess að ég hef alltaf verið mikill stuðningsmaður stelpna og kvenna í golfi.“

„Börnin mín tvö, sem báðar „eru stelpur“ hafa átt golfferla. Ég á 4 ára afastelpu sem ég vona að spili golf einhvern tímann. Á 37 ára ferli mínum í golfi hef ég starfað með mörgum konum að vexti íþróttarinnar og ég hef verið í forystu um innlimun kvenna í íþróttinni og að þær njóti jafnra réttinda.“

„Hvað sem öðru líður þá er þetta klassískt dæmi um neikvæð not félagsmiðlanna og ef ég hefði tök á að ýta á delete takkann á öllu, sem ég sendi í gær (þ.e. fyrradag), þá myndi ég svo sannarlega ýta á hann án nokkurs hiks.“

„PGA of America bað mig um að forðast fjölmiðla s.l. 24 klukkustundirnar og það er ástæðan fyrir að ég kem ekki fram með formlega afsökun fyrir öllum almenningi, fyrr en nú, en ég hefði viljað koma henni á framfæri fyrr.“