Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 14:45

Caroline Wozniacki tekur þátt í NY maraþoninu

Tennisstjarnan Caroline Wozniacki tapaði fyrir vinkonu sinni Serenu Williams í  WTA Finals nú í dag en Caroline ætlar sko ekki að leggjast í volæði yfir einum ósigrinum enn, hún er strax búin að setja sér nýtt markmið hún ætlar að taka þátt í maraþon hlaupinu í New York í næsta mánuði.

„Ég er að koma mér í maraþon gírinn sagði hún,“ strax eftir   2-6  6-3  7-6(6) tap fyrir Williams, frábæran, epískan leik sem tók 2 tíma og 15 mínútur.

„Ég ætla að fara að jogga svolítið á morgun, til þess að ná úr mér stirðleikanum sem ég kem líklega til með af finna fyrir á morgun.“

„Lítið 30-40 mínútna hlaup á morgun er á dagskrá og svo ætla ég að slappa af við sundlaugina. Svo fer ég til New York.“

New York er reyndar borgin þar sem planlagt hafði verið að brúðkaup hennar og efsta manns á heimslistanum í golfi,  Rory McIlroy færi fram, þannig að kannski eru blendnar tilfinningar hjá Caroline vegna þessa?

Reyndar tók Caroline ákvörðunina um að taka þátt í maraþoninu í júlí, rétt eftir að slitnaði upp úr sambandi hennar og Rory.  Frá sambandsslitunum hefir Caroline einbeitt sér að þjálfun sinni í tennisnum og m.a sigraði hún á Istanbul Cup tournament í júlí og spilaði til úrslita á U.S. Open (í tennisnum).

Hún komst líka í úrslit á Pan Pacific Open í  Tokyo og komst þar með meðal þeirra 8 sem fengu að spila í WTA Finals.

„Ég held að ég geti virkilega verið stolt af því hvernig ég höndlaði allt á þessu ári og hvernig ég hef barist fyrir öllu,“ sagði Caroline.

„Mér finnst ég hafa sannað fyrir sjálfri mér að ég er virkilega sterk manneskja og get haldið áfram að bæta mig í tennisnum. Vitið þið, ég er virkilega ánægð með hvað ég hef lært á þessu ári.“

„Það hefir verið mjög, mjög þýðingarmikið og mikill lærdómur. Er hægt að segja það?“

„Þetta er svo sannarlega ár sem ég mun muna eftir. Ég mun brosa því allt gerist af ákveðnum tilgangi. Þetta ár hefir gert mig að því sem ég er í dag.“

Eftir maraþonhlaupið í New York ætlar Wozniacki að taka sér hlé en hún hlakkar nú þegar til næsta keppnistímabils í tennisnum.

„Í næstu viku verð ég á fullu, en eftir það ætla ég að vera með vinum mínum,“ sagði hún. (E.t.v. Thorbjörn Olesen???)

„Ég þarfnast þess að fara í frí. Þetta hefir verið langt keppnistímabil og mjög áhugavert ár.“

„Ég er alveg tilbúin að taka mér nokkurra vikna frí og koma mér í enn betra form fyrir næsta ár. Ég hef virkilegan áhuga og er spennt fyrir komandi ári!“