Ian Poulter
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 14:30

Viðbrögð nokkurra kylfinga, þ.á.m. Poulter við ummælum Bishop um Poulter

Golfweek hefir birt viðbrögð nokkurra kylfinga við ummælum Ted Bishop, fv. forseta PGA of America.

Svo sem fram hefir komið á Golf1 sagði Bishop enska kylfinginn og Ryder Cup stjörnuna með meiru,  Ian Poulter vera „litla stelpu“ á Twitter og bætti síðan um betur á facebook, þar sem hann sagði Poulter vera litla vælandi skólastelpu.

Í kjölfarið var Bishop sagt upp störfum eftir fund stjórarnefndar yfirmanna PGA.

Nokkrir kylfingar hafa tjáð sig um ummælin og hefir Golfweek tekið saman þessi ummæli í grein, en þeir sem tjá sig eru Poulter sjálfur, Lee Westwood, Luke Donald og Ted Scott (kylfusveinn Bubba Watson).

Meðal þess sem Poulter sagði einnig og ekki kemur fram í grein Golfweek er eftirfarandi: „Er það að vera kallaður „lítil stelpa“ ætlað að vera mér til minnkunnar eða ávirðing á mig? Það er ansi sjokkerandi og veldur vonbrigðum, sérstaklega þegar það er sagt af forystumanni PGA of America.  Ekkert frekara komment.“

(Ens: “Is being called a ‘lil girl’ meant to be derogatory or a put down against me? That’s pretty shocking and disappointing, especially coming from the leader of the PGA of America. No further comment.”)

Til þess að sjá grein Golfweek SMELLIÐ HÉR: