Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 14:00

Haya prinsessa af Dubai áfram verndari Omega Dubai Ladies Masters

Prinsessan Haya Bint Al Hussain, eiginkona hans hátignar Shaikh Mohammad Bin Rashid Al Maktoum, sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og þjóðhöfðingi Dubai, hefir framlengt stöðu sína sem verndari Omega Dubai Ladies Masters og hefir þar með staðfest stuðning sinn við aðalkvengolfmótið í þessum heimshluta.

Mótið fer fram í the Emirates Golf Club, dagana 10.-13. desember og hefir Haya prinsessa ljáð síðasta móti þessa keppnistímabils á  Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET) fylgi sitt.

Frá því að mótið var haldið árið 2006 hefir þetta mót, þar sem verðlaunafé € 500.000  og er skipulagt af Golf in DUBAI, verið vettvangur fyrir kvenkylfinga til þess að sýna hæfileika sína og vegna þess hvað verðlaunafé er hátt (miðað við önnur mót í kvennagolfinu) hefir því oft verið líkt við risamót.

Meðal þátttakenda í ár er sú sem á titil að verja; Pornanong Phaltum frá Thailandi og eins ensku kylfingarnir  Laura Davies, sem er að hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2015, og eins Solheim Cup stjarnan Charley Hull og sú sem sigraði í mótinu 2012; kínverski kylfingurinn Shanshan Feng.

Frábært mót og frábært af Hayu prinsessu að framlengja stuðning sinn við mótið!!!