Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 12:00

GK: Snjókoma olli styttingu Evrópumóts klúbbliða – Keilir í 3.-4. sæti

Það voru mikil vonbrigði þegar vaknað var í Búlgaríu á Evrópumóti klúbbliða (ens. European Men Club Trophy)  í morgun.

Það lá 10-15 cm jafnfallinn snjór  yfir öllu og ekkert annað að gera enn að stytta mótið í einungis einn hring.

Keilisliðið taldi sig eiga mikið inni eftir fyrsta hringinn og voru þeir klárir að láta finna fyrir sér í dag.

Því er 3.-4. sætið staðreynd og er það að sjálfsögðu frábær árangur.

Sjá má link inn á mótið með því að SMELLA HÉR:

Golf 1 óskar Keilisstrákunum og öðrum Keilisfélögum til hamingju!!!