Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 10:00

Forseti PGA rekinn eftir að hann kallaði Poulter „litla (vælandi) stelpu“

Ted Bishop, forseti PGA of America hefir verið rekinn deginum eftir að hann kallaði enska kylfinginn Ian Poulter, „litla (vælandi) stelpu“ (ens. „lil girl“) á Twitter og endurtók síðan ummæli sín á Facebook.

„Félagar og starfsfólk PGA of America verður að uppihalda hæsta standard og gildi íþróttagreinarinnar og það sama á við um hvernig framkoma okkar er  á öllum tímum,“ sagði varaforseti PGA, Derek Sprague, sem gegna mun starfi Bishop tímabundið.

„Við biðjum hvern þann einstakling eða hóp sem finnst gert lítið úr sér afsökunar, á þessari óásættanlegu athugasemd.“

PGA of America sagði að ákvörðunin um að segja Bishop upp störfum hafi verið tekin af nefnd yfirmanna PGA (ens. board of directors).

„Nefnd yfirmanna PGA of America greiddi atkvæði um það í dag að víkja Ted Bishop, 38. forseta PGA, úr störfum vegna verulega kynbundinna yfirlýsinga hans sem birtar voru í gær á félagsmiðlum. Stjórnin mat yfirlýsingarnar svo að þær væru ekki í samræmi við stefnu PGA,“ sagði m.a. í yfirlýsingunni.

S.l. fimmtudag tvítaði Bishop til Poulter, eftir að sá hafði verið að hnýta í Nick Faldo: „Ferill (Nick) Faldo talar sínu máli.  Sex risamóts titlar og besti árangur hvað snertir stig í Ryder Cup. (Hvor ferillinn betri) Þinn eða hans? litla stelpa“

Bishop hellt i olíu á eldinn á facebook síðu sinni þegar hann ásakaði Poulter um að gera lítið úr Tom Watson og Nick Faldo.

„Sounds like a little school girl squealing during recess. C’MON MAN!“  (Lausleg þýðing: (Þú) Hljómar eins og vælandi, lítil skólastelpa í frímínútum. Taktu þig taki maður!“)

Þessar yfirlýsingar Bishop voru athugasemdir hans við nýútkomna ævisögu Poulter og má segja að þar með hafi Poulter fengið ókeypis einhverja bestu auglýsingu, sem hann gæti hugsað sér á bókinni og ljóst nú að hann verður að skrifa framhald á sögunni, þar sem þáttar Bishop verður eflaust getið!

Í sjálfsævisögu sinni segir Poulter m.a. að margir leikmanna síðasta Ryder Cup liðs Evrópu hafi „misst mikið af virðingu“ sem þeir báru fyrir Faldo, þegar hann sagði Sergio Garcia hafa verið óþarfan í Ryder Cup 2008.

Það var líka Bishop, sem útnefndi Tom Watson til þess að leiða Ryder Cup lið Bandaríkjanna 2014, en liðið tapaði eins og allir vita fyrir Ryder Cup liði Evrópu með 5 stigum.

Bishop átti aðeins eftir að gegna 1 mánaðar starfi af 2 ára útnefningu sinni í starfið.  Eins og segir tekur Sprague tímabundið við stöðu hans.  Paul Levy, ritari PGA mun gegna störfum varaforseta og ritara.

Ársfundur PGA of America fer fram 22. nóvember n.k. og þar mun nýr forseti verða valinn, sem og ný stjórn.