Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 14:00

LPGA: Korda leiðir í Blue Bay e. 1. dag í Kína

Það er Jessica Korda sem leiðir eftir 1. dag  á LPGA Blue Bay mótinu, sem fram fer á Hainan eyju í Kína.

Korda lék 1. hring á 66 höggum.  Hún skilaði hreinu, skollalausu skorkorti með 6 fuglum (þ.á.m. 3 í röð á 1.-3. holu og 12 pörum.

Glæsilegt!!!

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Korda eru: Shanshan Feng, Jodi Ewart Shadoff, Brittany Lang, Caroline Masson, Lee-Anne Pace og Michelle Wie, sem allar léku á 5 undir pari, 67 höggum.

Nýsjálenski unglingurinn Lyda Ko deilir 14. sætinu með 7. öðrum kylfingum, en hún lék 1. hring á 3 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Blue Bay mótsins SMELLIÐ HÉR: