Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og félagar í Fresno luku leik í 2. sæti í Indíana

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State tóku þátt í Indiana á Hoosier Fall Invitaional mótinu, sem fram fór í Noblesville, Indiana, dagana 17.-19. október s.l.

Þátttakendur voru 52 frá 8 háskólaliðum.

Fyrsta daginn var spilaður höggleikur og seinni tvo dagana liðaholukeppni.

Guðrún Brá lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 högg og deilir 12. sæti með 3 öðrum, eftir 1. daginn.

Á lokadeginum kepptu Illinois háskóli og Fresno State til úrslita og þar hafði Illinois betur vann 3 af 5 leikjum, en Guðrún Brá vann sinn leik 2&0 fyrir Fresno.

Sjá má umfjöllun um Guðrúnu Brá og liðsfélaga hennar á vefsíðu Fresno State með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er Las Vegas Collegiate Showdown, sem fram fer í Las Vegas dagana 26.-28. október n.k.