Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls State luku leik í 10. sæti á Jim Rivers mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels tóku þátt í Jim Rivers Intercollegiate mótinu sem fram fór á Squire golfvellinum í Choudrant Louisiana, dagana 20.-21. október s.l.

Þátttakendur voru 60 frá 10 háskólum.

Andri Þór lauk keppni í 35. sæti í einstaklingskeppninni, en hann lék samtals á 8 yfir pair, 224 höggum (73 74 77).

Hann var á besta skori Nicholls State, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Andra Þórs og Nicholls State er ASU Fall Beach Classic, sem hest 3. nóvember n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Jim Rivers mótinu SMELLIÐ HÉR: