Titleist poki Ian Poulter Poulter skiptir yfir í Titleist
Í síðustu viku tilkynnti Ian Poulter að hann myndi ekki lengur vera á samningi hjá Cobra-Puma Golf og sagði jafnframt á Twitter: „Ég mun tilkynna um nýja samningsaðila mína fljótt.“
Og Poulter stóð við orð sín.
Í gær tilkynnti Poulter á félagsmiðlunum: „Ég er í fullri alvöru ánægður að tilkynna að ég mun ganga til liðs við @Titleist @FootJoy og spila með útbúnaði þeirra keppnistímabilið 2015. Svo spenntur.“
Með tvíti Poulter fylgdi mynd af nýjum poka hans en í honum er m.a. 915 series dræver og 3-tré og tveir blendingar. Járnin eru blöndið þ.e. Titleist CB járn og MB módel. Þrjú Vokey fleygjárn eru líka í pokanum. Það sem ekki sást var pútterinn en það verður spennandi að sjá hvort Poulter skiptir út heitelskuðum pútter sínum í Scotty Cameron pútter.
Menn spá í af hverju Titleist hafi gert samning við Poulter sem er 38 ára og á að baki sér bestu daga sína sem kylfings, en ein ástæðan sem bent hefir verið á er að einungis fáir kylfingar frá Evrópu eru á samningi hjá Titleist, einn sá þekktasti Victor Dubuisson …. og nú Poulter.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
