Titleist poki Ian Poulter
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 14:00

Poulter skiptir yfir í Titleist

Í síðustu viku tilkynnti Ian Poulter að hann myndi ekki lengur vera á samningi hjá Cobra-Puma Golf og sagði jafnframt á Twitter: „Ég mun tilkynna um nýja samningsaðila mína fljótt.“

Og Poulter stóð við orð sín.

Í gær tilkynnti Poulter á félagsmiðlunum: „Ég er í fullri alvöru ánægður að tilkynna að ég mun ganga til liðs við  @Titleist @FootJoy og spila með útbúnaði þeirra keppnistímabilið 2015. Svo spenntur.“

Með tvíti Poulter fylgdi mynd af nýjum poka hans en í honum er m.a.  915 series dræver og 3-tré og tveir blendingar. Járnin eru blöndið þ.e.  Titleist CB járn og  MB módel. Þrjú  Vokey fleygjárn eru líka í pokanum. Það sem ekki sást var pútterinn en það verður spennandi að sjá hvort Poulter skiptir út heitelskuðum pútter sínum í Scotty Cameron pútter.

Menn spá í af hverju Titleist hafi gert samning við Poulter sem er 38 ára og á að baki sér bestu daga sína sem kylfings, en ein ástæðan sem bent hefir verið á er að einungis fáir kylfingar frá Evrópu eru á samningi hjá Titleist, einn sá þekktasti Victor Dubuisson …. og nú Poulter.