Hver er kylfingurinn: Kyu Jung Baek?
Það er ný suður-kóreönsk golfstjarna að rísa á golfstjörnuhimninum og er ferð hennar upp golfstjörnuhvolfið gríðarhratt.
Hér er auðvitað átt við hina frábæru Kyu Jung Baek, sem s.l. helgi vann fyrsta mót sitt á LPGA mótaröðinni bandarísku í Sky 72 klúbbnum í Incheon, S-Kóreu.
En hver er kylfingurinn?
Kyu Jung Baek fæddist í Suður-Kóreu, 15. október 1995 og er því nýorðin 19 ára. Það skal tekið fram hér að Baek á sama afmælisdag og núverandi Íslandsmeistari í höggleik, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og eins frábærir íslenskir kvenkylfingar eins og Eygló Myrra Óskarsdóttir GO og Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG.
Baek byrjaði að spila golf 7 ára og hefir því stundað golfleikinn meiripart ævinnar.
Sem áhugamaður var hún í fjölmörg ár í golflandsliði Suður-Kóreu, þ.e. með kylfingum á borð við Hyo Joo Kim (sem var valin nýliði ársins á kóreönsku LPGA á sl. ári); In Gee Chun (sem sigraði á Korean Women’s Open á sl. ári) og Min Sun Kim (sem einnig er nýliði á KLPGA 2014).
E.t.v. er stærsti sigur Baek sem áhugamanns, þegar hún var í sigurliði Suður-Kóreu árið 2012, ásamt þeim Hyo-joo Kim og Min-sun Kim í Espirito Santo Trophy og það er einmitt þessari nýju bylgju af frábærum nýjum, ungum kvenkylfingum frá Suður-Kóreu, sem Baek tilheyrir.

Sigurliðið á Espirito Santo Trophy 2012 – Team Korea. F.v. Kyu-jung Baek, Min- sun Kim og Hyo-joo Kim.
Árið 2013, þá aðeins 17 ára, gerðist Baek atvinnumaður í golfi og hóf ferilinn í 2. deild kóreanska kvennagolfsins: the Dream Tour.
Það leið ekki á löngu að hún lék í Korean Open, sem er stærsti viðburðurinn í kóreönsku kvennagolfi og varð í 3. sæti eftir að hafa verið í forystu fyrir lokahringinn.
Góður árangur Baek í þessu stærsta móti kvennagolfsins í Kóreu vakti athygli á henni og margir farnir að líta á hana sem efnilegasta kvenkylfing Suður-Kóreu …. og Baek brást ekki væntingum landa sinna.
Hún sigraði tvisvar á Dream Tour 2013 og var þar með komin upp í 1. deildina kóreönska LPGA skammst. KLPGA árið 2014.
Það sem af er ársins í ár, 2014 hefir Baek sigrað í fjórum mótum á KLPGA, þ.á.m. því móti sem vakti athygli á henni á heimsvísu og er m.a. orsök þess að verið er að skrifa um hana hér heima á Íslandi: LPGA – KEB HanaBank Championship, en það mót var haldið í samvinnu við bandaríska LPGA og telur því sem sigur á þeirri mótaröð.
Greinilegt að það er frábær kylfingur á ferð þar sem Baek er og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

