Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2014 | 14:45

Er Caroline Wozniacki búin að krækja sér í nýjan kylfing?

Golf 1 greindi frá því í gær að svo virðist sem Rory McIlroy hafi átt stefnumót við bandarísku leikkonuna Meghan Markle og sá vinskapur hafi a.m.k. staðið frá því síðsumars þetta árið þegar hann jós hana ísjökulköldu vatni í ísfötuáskoruninni.

Fyrr á árinu sleit Rory trúlofun sinni og dönsku tennisdrottningarinnar Caroline Wozniacki, s.s. frægt er orðið.

En Caroline situr ekki auðum höndum og grætur í koddann sinn því svo virðist sem hún eigi vingott við annan Nike kylfing og reyndar ekki í fyrsta sinn, sem kjaftasögur hafa farið af stað um samband þeirra beggja, enda eiga þau ýmislegt sameiginlegt.

Þau eru bæði ung og falleg, bæði meðvituð um nauðsyn þess að stunda líkamsrækt vegna íþrótta sinna; hún í tennis hann í golfi og bæði frá Danmörku.

Hér er verið að tala um samband Caroline við danska kylfinginn og hjartaknúsarann, Thorbjörn Olesen, en svo virðist a.m.k. sem þau séu bestu vinir.

Caroline setti neðanbirta mynd af þeim vinunum á Twittersíðu sína með textanum: „Getið upp á hver varð ofan á?“ (ens.: Wonder who came out on top!)

Thorbjörn fallinn fyrir Caroline

Thorbjörn fallinn fyrir Caroline?

Thorbjörn svaraði Caroline og sagði:  „Átti bara slæman dag. Verðum að endurtaka þetta.“ (ens: „Just had a bad day. Need a rematch.“)

Jæja, hann vill sem sagt verja meiri tíma með henni!!!  Það verður spennandi að fylgjast með hvort aftur er komið á „kraftasamband“ (slæm þýðing úr ensku þ.e. „powerrelationship“) milli tennisstjörnu og golfstjörnu!!! 🙂