Hér einu sinni vildu allir í Ryder Cup liði Evrópu spila á móti Tiger …. því það væri góður dagur ef sigur næðist en allir byggjust hvort eð er við því að hann ynni og þá væri tap ekkert slæmt – Monty telur Rory vera í sömu stöðu nú
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2014 | 07:45

Tiger farinn að taka fulla sveiflu aftur!

Endurkoma Tiger Woods í keppnisgolfið virðist vera á áætlun af því að hann er farinn að taka fulla sveiflu, í undirbúningi fyrir mótið þar sem hann verður gestgjafi, 4.-9. desember í Orlando, Flórída.

Tiger, sem gert hefir öllum ljóst að hann ætli sér að spila í Hero World Challenge, í fyrrum klúbbi sínum í Orlando, Islesworth, byrjaði að slá í síðustu viku skv. USA Today

„Læknarnir hafa sagt að hann geti slegið aftur og hann er að hlusta á lækna sína og líkama,“ sagði umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg, dagblöðum í gær … „og honum líður býsna vel.“

Tiger var orðinn ansi pirraður með leik sinn eftir að hann átti tvo hringi upp á 74 og komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship s.l. ágúst.  Hann sagði eftir á að hann hefði tekið ákvörðun að spila ekki í neinu móti þar til hann væri búinn að vinna með þjálfurum sínum í að koma líkama sínum aftur í form.

„Það er ekki hægt að brenna kertið í báða enda,“ sagði Tiger.

Eftir þetta viðtal sneri Tiger heim til Jupiter Island í Flórida og hefir ekki sést opinberlega síðan.  Golfheimurinn bíður spenntur eftir endurkomu hans í desember, en þar á eftir er búist við að hann tilkynni dagskrá sína fyrir 2015.

Tiger á 39 ára afmæli 30. desember og spilaði aðeins í 7 mótum á s.l. ári og átti aðeins 1 topp-25 árangur í Doral snemma í mars. Eftir það gekkst hann undir bakuppskurð, sem olli því að hann gat ekkert spilað þar til í júní, en á fyrsta móti sínu eftir uppskurðinn, í Washington, D.C., Quicken Loans Open.  komst hann aftur ekki í gegnum niðurskurð.

Eftir það varð hann T-69 á Opna breska og dró sig úr Bridgestone Invitational eftir 3 hringi.

Tiger hefir ekki gefið upp á bátinn að slá við met 18 falda risamótameistarans Jack Nicklaus.  Síðasta risamót sem Tiger sigraði á var hins vegar Opna bandaríska fyrir 6 árum – og risamótin sem hann hefir sigrað eru orðin 14.

Talið er,  á þessari stundu, að afar erfitt verði fyrir hann að slá met Nicklaus með öllum þeim frábæru og ómeiddu kylfingum sem eru þarna úti á heimsvísu í dag.  Mun líklegra, ef eitthvað, er að hann muni jafna metið.

En hvað verður er skrifað í skýin …. og kannski erfitt að meta það fyrr en allir sjá hvort Tiger hefir náð sig eftir bakuppskurðinn þegar hann snýr aftur til keppni nú í desember.