Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 17:17

Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Andra Þór á Jim Rivers mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels hófu leik í dag í Choudrant Louisiana, á Squire golfvellinu á Jim Rivers Intercollegiate mótinu.

Þátttakendur eru 60 frá 10 háskólum.

Andri Þór á óspilaðar 3 holur af 1. hring þegar þetta er ritað og er sem stendur í 14. sæti og á besta skori liðs síns.

Nicholls State er sem stendur í 7. sæti í liðakeppninni.

Til þess að fylgjast með Andra Þór stöðunni á Jim Rivers mótinu SMELLIÐ HÉR: