Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 13:38

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik á US Collegiate Championship

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU luku í gær leik á US Collegiate Championship. Mótið fór fram í The Golf Club of Georgia,  í Alpharetta, Georgía dagana 17.-19. október 2014

Það má svo sannarlega segja að Guðmundur Ágúst hafi oft spilað betur en hann lék á samtals 233 höggum (76 77 80) og spilað sífellt ver eftir því sem leið á mótið.

Hann hafnaði í 74. sæti í mótinu af 78 þátttakendum og var á 5. og lakasta skori í sínu liði í heildina tekið.  Skor hans taldi þó á 2. og 3. hring en í bæði skipti átti hann 4. besta skorið í liðinu og átti Guðmundur Ágúst því hlut í 12. sætis árangri golfliðs ETSU.

Næsta mót ETSU er í Kauai í Hawaii 3. nóvember n.k.

Sjá má lokastöðuna á US College Championship með því að SMELLA HÉR: