Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 12:15

Nokkrar staðreyndir um sigur Ilonen í Volvo heimsmótinu í holukeppni

Finninn Mikko Ilonen sigraði í gær á Volvo heimsmótinu í holukeppni. Eftirfarandi eru staðreyndir um sigur Ilonen:

· Þetta er 5. sigur Ilonen á Evróputúrnum í 310 mótum, sem hann hefir tekið þátt í.

· Vinningsfé hans á peningalista Evrópumótaraðarinnar 2014 eru nú €1,483,208.

· Ilonen fer úr 52. sætinu á heimslistanum á topp-40.

· Þetta er 2. sigur Ilonen á Evróputúrnum 2014; sá fyrri kom á Opna írska – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:

· Ilonen er 4 sigurvegarinn á Evróputúrnum í ár sem unnið hefir oftar en 1 sinni á þessu ári.  Hinir eru:  Rory McIlroy (BMW PGA Championship. Opna breska, WGC – Bridgestone Invitational og US PGA Championship), Miguel Angel Jiménez (Hong Kong Open (13.des 2013) og Open de Espaňa), Alexander Levy (Volvo China Open og Portugal Masters).

· Ilonen sigraði í fyrsta skiptið sem hann tekur þátt í  Volvo World Match Play Championship.

· Aðrir sem sigrað hafa í 1. sinn sem þeir tóku þátt í Volvo World Match Play Championship eru: Arnold Palmer (1964), Tom Weiskopf (1972), Hale Irwin (1974), Isao Aoki (1978), Bill Rogers (1979), Greg Norman (1980), Ernie Els (1994), Paul Casey (2006), Ross Fisher (2009), Ian Poulter (2011) og nú Mikko Ilonen (2014).

· Ilonen er fyrsti Finninn til þess að sigra í Volvo World Match Play Championship og aðeins sá 3. sem sigrar frá meginlandi Evrópu en hinir eru : Seve Ballesteros (1981, 82, 84, 85 og 91) og  Nicolas Colsaerts árið 2012.

AÐRAR STAÐREYNDIR

· Með Ilonen hafa alls 28 kylfingar sigrað á Volvo World Match Play Championship.

· Finland er 13. þjóðríkið sem nú er á lista yfir heimalönd sigurvegara í  Volvo World Match Play Championship.

· Þetta er fyrsti sigur Ilonen sem atvinnumanns í englandi (Hann vann t.a.m. árið 2000 British Amateur Championship í  Royal Liverpool, sem áhugamaður).

· Þetta er 5. finnski sigurinn á Evrópumótaröðinni.

·  Þetta er mesta verðlaunafé Ilonen til þessa  €650,000. (Aðeins €375,000  telja samt í  Race to Dubai).

· Þetta er 5. sigur Ilonen sem atvinnumanns í golfi.

Tja…. svona miklu getur 1 sigur breytt í lífi kylfinga!!!