Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 08:30

LET: Lee-Ann Pace sigraði á heimavelli

Lee Anne Pace frá S-Afríku sigraði á Cell C South African Women´s Open, sem fram fór á Hibiscus Coast í S-Afríku.

Pace og enska stúlkan Holly Clyburn voru efstar og jafnar eftir 54 holu leik en þetta var 3 hringja mót og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Báðar voru þær búnar að spila á 5 undir pari, 211 höggum; Pace (71 73 67) og Clyburn (71 70 70).

Í 3. sæti varð franski kylfingurinn Gwladys Nocera, á samtals 3 undir pari og fjórar deildu 4. sætinu á samtals 2 undir pari, hver þ.e. ensku kylfingarnir Georgina Simpson og Florentyna Parker, Valentine Derrey frá Frakklandi og Ann-Kathrin Lindner frá Þýskalandi.

Svissenski nýliðinn Fabienne In-Albon og þýski kylfingurinn með enska nafnið Leigh Whittaker deildu 8. sætinu. á samtals 1 undir pari.

Ofangreindir 9 kylfingar voru þeir einu af 120 þátttakendum í mótinu sem voru með heildarskor undir pari.

Þess mætti loks geta að í gær var tilkynnt að Opna suöur-afríska kvennamótið (þ.e. Cell C South-African Women´s Open) muni fara fram næstu 7 árin, eða allt til 2021 í samvinnu við LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna – Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Cell C South African Women´s Open SMELLIÐ HÉR: