Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 13:13

Bandaríska háskólagolfið: Erfið byrjun hjá Guðmundi Ágúst í Georgia

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og félagar í ETSU hófu í gær leik á US Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgia.

Mótið fer fram á Lake side golfvelli Golf Club of Georgia og stendur dagana 17.-19. október.  Þátttakendur eru 15 háskólalið.

Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er á 5. og lakasta skori ETSU.

Lið ETSU er sem stendur í 5.-6. sæti í mótinu.

Til þess að fylgjast með Guðmundi Ágúst og stöðunni á US Collegiate Championship mótinu SMELLIÐ HÉR: