Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 13:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 12. sæti e. 1. hring í Indíana

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State hófu í gær leik í Indiana á Hoosier Fall Invitaional mótinu.

Gestgjafi mótsins er Indiana University og fer það fram í Noblesville, Indiana.  Þátttakendur eru 52 í 8 háskólaliðum, en þar af drógu 12 keppendur sig úr mótinu, en skorin í mótinu eru óvenjuhá.

Guðrún Brá lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 högg og deilir 12. sæti með 3 öðrum.

Fresno State er sem stendur í 4. sætinu í liðakeppninni og Guðrún Brá á 3. besta skori liðsins og telur skor hennar því, en 4 bestu skor af 5 telja.

Fylgjast má með Guðrúnu Brá og félögum í Fresno á Hoosier Fall Inv. með því að SMELLA HÉR: