Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 13:00

LPGA: Bae og Baek leiða e. 3. dag Hana Bank mótsins

Það eru „heimakonurnar“ Kyu Jung Baek og Hee Kyung Bae sem leiða á LPGA KEB – Hana Bank Championship í Suður-Kóreu.

Leikið er á glæsilegum Ocean golfvelli 72 Sky klúbbsins.

Baek og Bae eru báðar búnar að spila á 5 undir pari, Baek (74 69 68) og Bae (70 73 68).

Þriðja sætinu deila hvorki fleiri né færri en 10 kylfingar allar á samtals 4 undir pari aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum.  Þetta er franski Solheim Cup kylfingurinn Karine Icher, sem leiddi í gær, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, Sandra Gal, Beatriz RecariBrittany Lincicome, norska frænka okkar Suzann Pettersen og síðan heimakonurnar Ilhee Lee, Yoon Kyung Heo og In Gee Chun og Pornanong Phatlum frá Thaílandi.

Það stefnir því í hörkuspennandi keppni í nótt þar sem 12 efstu eru allar líklegar til þess að sigra.

Til þess að sjá stöðuna á LPGA KEB – Hana Bank Championship í Suður-Kóreu SMELLIÐ HÉR: