Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Fraser efstur fyrir lokahringinn í Hong Kong

Það er Ástralinn Marcus Fraser, sem er efstur fyrir lokahringinn á Hong Kong Open.

Fraser er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 199 höggum (67 67 65).

Í 2. sæti er annar Ástrali, Scott Hend, einu höggi á eftir þ.e. á samtals 10 undir pari, 200 höggum (67 66 67).

Í þrðja sæti eru síðan 3 kylfingar á samtals 9 undir pari: Angelo Que frá Filippseyjum,  Mark Foster frá Englandi og Jbe Kruger frá S-Afríku.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: