Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 05:00

LET: Charley Hull efst e. 1. hring Cell C South African Ladies Open

Það er enski Solheim Cup kylfingurinn Charlie Hull,  sem er í efsta sæti eftir 1. dag Cell C South African Ladies Open, sem fram fer  í San Lameer Country Club á Hibiscus Coast í Suður-Afríku.

Hull lék 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum.

Í 2. sæti eru enski kylfingurinn Rebecca Hudson og þýski kylfingurinn Steffi Kirchmayr; báðar á 3 undir pari, 69 höggum.

Fjórar deila síðan 4. sætinu á 2 undir pari, 70 höggum: Patrica Sanz Barrio frá Spáni; svissneski kylfingurinn Fabienne In-Albon; Ann-Kathrine Lindner frá Þýskalandi og Valentine Derrey frá Frakklandi.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Cell C South African Ladies Open SMELLIÐ HÉR: