Evróputúrinn: Jiménez úr leik – Með matareitrun í Hong Kong
Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jiménez sem átti titil að verja á Hong Kong Open var á samtals 2 yfir pari, eftir 36 holur (72 70) og komst ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari.
Jiménez sagði að ástæðan hefði verið matareitrun, fyrir 1. hringinn en þá lék hann á 2 yfir pari en seinni hringinn síðan á sléttu pari.
Eftir 1. hringinn í gær var Jiménez spurður út í veikindin:
Sp.. Þú ert líklega ánægður með 2 yfir pari við þessar aðstæður?
MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Nú þetta er ágætt. Veistu annars þetta er leiðinlegt. Ég er kominn hingað (til Hong Kong) og er veikur. En ég reyndi mitt besta í dag (þ.e. í gær) og nú er ég 2 yfir pari.
Sp. Var það maturinn í gær?
MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Ég veit ekki hvort það var maturinn í gær (þ.e. fyrradag) eða daginn þar áður . Mér þykir fyrir þessu, ég er atvinnumaður og er kominn hingað til að spila en líkami minn – þetta var bara nokkuð sem ég er ekki vanur að borða, eitthvað sem fór ekki vel í mig, ég svaf ekkert og hef verið veikur í allan dag (þ.e. í gær).
Sp. Var erfitt að spila?
MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Nú, það eru tvær hæðir á 2. og 3. holu og ein á leið á teig – þetta er leiðinlegt. Ég ætla að hvíla mig eftir hádegið (í gær) og vonandi kem ég aftur á morgun. Ég ætla að fá mér eitthvað við þessu (matareitruninni) Ég held að ég haldi einhverju niðri núna.
Sp. Hvað var það sem þú borðaðir?
MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Sjávarrétt. Daginn þar áður fengum við okku í ég veit ekki – ég var veikur alla nóttina (í gær).
Aumingja Jiménez hann spilar ekki um helgina og jafnar sig því vonandi á þessu!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
