Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 15:00

Evróputúrinn: Jiménez úr leik – Með matareitrun í Hong Kong

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jiménez sem átti titil að verja á Hong Kong Open var á samtals 2 yfir pari, eftir 36 holur (72 70)  og komst ekki í gegnum niðurskurð.  Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari.

Jiménez sagði að ástæðan hefði verið matareitrun, fyrir 1. hringinn en þá lék hann á 2 yfir pari en seinni hringinn síðan á sléttu pari.

Eftir 1. hringinn í gær var Jiménez spurður út í veikindin:

Sp.. Þú ert líklega ánægður með 2 yfir pari við þessar aðstæður?

MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Nú þetta er ágætt. Veistu annars þetta er leiðinlegt.  Ég er kominn hingað (til Hong Kong) og er veikur.  En ég reyndi mitt besta í dag (þ.e. í gær) og nú er ég 2 yfir pari.

Sp. Var það maturinn í gær?

MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Ég veit ekki hvort það var maturinn í gær (þ.e. fyrradag) eða daginn þar áður . Mér þykir fyrir þessu, ég er atvinnumaður og er kominn hingað til að spila en líkami minn – þetta var bara nokkuð sem ég er ekki vanur að borða, eitthvað sem fór ekki vel í mig, ég svaf ekkert og hef verið veikur í allan dag (þ.e. í gær).

Sp. Var erfitt að spila?

MIGUEL ANGEL JIMENEZ:  Nú, það eru tvær hæðir á 2. og 3. holu og ein á leið á teig – þetta er leiðinlegt.  Ég ætla að hvíla mig eftir hádegið (í gær) og vonandi kem ég aftur á morgun.  Ég ætla að fá mér eitthvað við þessu (matareitruninni) Ég held að ég haldi einhverju niðri núna.

Sp. Hvað var það sem þú borðaðir?

MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Sjávarrétt. Daginn þar áður fengum við okku í ég veit ekki – ég var veikur alla nóttina (í gær).

Aumingja Jiménez hann spilar ekki um helgina og jafnar sig því vonandi á þessu!