Frægðarhallarkylfingurinn verðandi A.W Tillinghast var miklu meira en golfarkítekt
Nú um daginn var kynnt hverjir myndu hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga. Flestallir kannast við golfdrottninguna Lauru Davies, Mark O´Meara en e.t.v. aðeins farið að fyrnast um Ástralann David Graham.
Sá sem flestir könnuðust e.t.v. ekki við er golfvallararkítektinn A.W. Tillinghast, sem einnig verður vígður inn í frægðarhöllina 73 árum frá dánardægri sínum (1942) og 141 ári (1874) eftir fæðingardag sinn.
A.W. Tillinghast var fæddur 7. maí 1874 og hann dó 19. maí 1942 68 ára að aldri.
Hann var óumdeilanlega einn af albestu golfvallarhönnuðum heims á sínum tíma. Stíll hans var fjölbreytilegur aldrei leiðinlegur og hefur sett svip sinn á fjölda allan af risamótum, sem farið hafa fram á fjölmörgum af þeim völlum sem Tillinghast hannaði þ.á.m. Winged Foot, Baltusrol, Bethpage, Somerset Hills. En hann hannaði einnig yfir 100 annarra golfvalla, sem eru minna þekktir.
Við lestur á Golf Journal Story eftir Frank Hannigan sést að Tillinghast var svo miklu meira en góður golfvallararkítekt og er hann svo sannarlega vel að vígslunni í frægðarhöllina kominn.
Hér eru nokkrir hápunktar í hvernig Tillinghast mótaði golfið:
* Hann var einn af fyrstu golffréttariturunum. Frægt er að hann var með fyrsta vísi að „rönkun“ þ.e. raðaði kylfingum að sjálfs síns mati á 12 kylfinga lista eftir hverjir voru bestir. Hann var talinn hrikalega hlutdrægur á sínum tíma en 1916 vakti Tillinghast athygli þegar hann raðaði Bob Jones á lista sinn. Vel gert hjá Tillinghast en Jones er einn af albestu kylfingum allra tíma!
* Tillinghast var frábær golfljósmyndari eins og myndir hans af Tom Morris bera vitni SMELLIÐ HÉR: Í eigu fjölskyldu Tillinghast eru einhverjar bestu myndir af gömlum golfvöllum og kylfingum.
* Tillinghast er einn af stofnendum PGA of America.
*Tillinghast var úr efnaðri fjölskyldu en hann gerði mikið fyrir að golfið yrði almenningsíþrótt og var þegar farinn að hugsa um önnur form af golfi s.s. í hönnun sinni á Lilliput Links sem var undanfari putt-putt golfs þ.e. mini-golfvalla með flóðlýsingum, þannig að hægt væri að spila á kvöldin.
* Fæstir vita að Tillinhast var einn þeirra sem fann upp hugtakið „birdie“ í golfi en það gerðist þegar hann var að spila golf með félögum sínum í Atlantic City Country Club. Hann hélt því a.m.k. fram. Og engar heimildir hafa fundist af því að þetta hugtak hafi verið notað fyrir tíma Tillinghast til þess að lýsa skori á 1 undir pari.
* Hann var styrktaraðili USGA (bandaríska golfsambandins) þ.e. Green Section sambandisns. Hann hafði gaman af að búa til grastegundir og var einn sá fyrsti sem framkvæmdi rannsóknir á grasi.
* Loks mætti geta að Tillinghast skrifaði þó nokkrar ritgerðir og bækur um golfarkítektur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
