Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GA 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín lauk leik í 21. sæti í N-Karólínu!

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer tóku þátt í  Patsy Rendleman Invitational, mótinu.

Mótið fór fram dagana 12.-14. október í Country Club of Salisbury í Salisbury, Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 77 frá 15 háskólaliðum.

Stefanía Kristín lék  samtals á 158 höggum (77 81) og lauk leik í 21. sæti í einstaklingskeppninni.

Hún var á næstbesta skori Falcons, golfliðs Pfeiffer, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni.

Stefanía Kristín er sú fyrsta af Íslendingunum í bandaríska háskólagolfinu, sem fer í „vetrarfrí“, en næsta mót hjá henni er ekki fyrr en á næsta ári   þ.e. 23. febrúar 2015 : Converse Invitational, í  Spartansburg,  Suður-Karólínu.

Sjá má lokastöðuna á Patsy Rendleman Invitational með því að SMELLA HÉR: